Lesa og aftur lesa

Ég á eftir að hafa nóg að gera næstu viku, við að lesa fyrir próf. Ég er nefnilega að fara í próf 2.des í Public law, þ.a. ég hef dágóðan tíma til að lesa fyrir það. Það sem ég þaf að lesa eru sex greinar, glærur um EU, glósurnar sem ég skrifaði í tímum og síðan má ekki gleyma ítölsku stjórnarskránni.

Annars átti ég afmæli í gær. Mamma og pabbi hringdu í mig um morguninn til að óska mér til hamingju. Síðan hringdi líka Sarah (ítölsk stelpa sem var á nemendagörðunum í Skipholti síðust önn). Amma og afi hringdu síðan í mig um daginn. Eftir að hafa rölt dáldið niðri í bæ, fór ég upp í skóla til að kíkja á netið. Þar sá ég að slatti af fólki hafi skrifað kveðjur á facebook-ið hjá mér. Um kvöldið hringdi síðan Jóhanna frænka til að óska mér til hamingju. Kvöldið var annars rólegt hjá mér. Ég las dáldið fyrir prófið. Síðan ætlaði ég mér að vakna snemma til að fara í skólan morguninn eftir og læra, sem ég gerði (fór hingað rúmlega tíu).

Ætla ekki að hafa þetta meira í bili. Takk kærlega fyrir allar kveðjurnar sem ég fékk. Gaman að vita að það sé svona mikið af fólki sem að hugsa til mans. Ciao


Var að klára próf

Í morgun var ég í prófi í Financial markets and institutions. Prófið var kl. 09:00, þ.a. ég stillti vekjarann á 07:15 til að verða ferskur í prófinu. Þegar ég kom inn í stofuna, rendi ég aðeins yfir glósurnar áður en prófið byrjaði. Próftíminn var klukkustund. Sá sem hafði umsjóin emð okkur í prófinu, lét okkur fyrst fá blað til að skrifa á. Síðan lét hann okkur fá blað með 5 spurningum og sagði að við ættum að velja 4 af þeim. Fyrsta spurningin var um asset management, þ.a. ég byrjaði að skrifa á fullu. Heilt yfir er ég bara sáttur við prófið. Í síðustu spurningunni minntist ég meira segja smá á Icesave reikningana milli Íslands og Bretlands, sakar ekki að bæta því við. Í dag ætla ég síðan að hvíla mig aðeins áður en ég byrja á morgun að lesa fyri næsta próf.

Kveðja frá Torino, Bjarki (ítalski íslendingurinn, eða íslenski ítalinn)


próf og aftur próf

Datt í hug að skrifa smá til að dreifa huganum. Á morgun kl. 09:00 er ég að fara í próf í Financial markets and institutions. Próftíminn er aðeins klukkutími, sem mér finnst nú ekkert sérstaklega mikið. En þegar þetta próf er búið þá er ekki allt búið. Ég þarf nefnilega að taka annað próf 2.des og ætla ég að lesa vel fyrir það, ætla nú samt að hvíla mig aðeins á morgun og byrja síðan ferskur á föstudaginn.

Síðan styttist óðum í að ég komi heim um jólin. Núna eru c.a. 4 vikur og 5 dagar eftir. Þegar ég verð búinn með seinna prófið (upptökupróf í Public law kl. 18:00) þá eru aðeins eftir 2 vikur og c.a. 6 dagar. Þá þarf ég líka að kaupa jólagjafirnar og spá aðeins í hvernig ég ætla að skipulegja ferðatöskuna.

Ég hlakka til að hitta allt fólkið um jólin, skrítið að það eru 9 vikur og 2 dagar síðan ég kvaddi fjölskylduna.

Ætla ekki að hafa þetta meira að sinni. Kveðja til allra sem lesa þetta sem og allra hinna heima. Ciao Smile


smá viðbót

Ætlaði að bæta nokkrum línum við.

Ég fór áðan og keypti miða á Torino-Milan sem er næstkomandi sunnudag.

Síðan ætlaði ég að kaupa smá í matinn og ákvað að kíkja aðeins á súkkulaðið. Þar sá ég eitt þar sem aftan á pakkanum stóð min 99,75 % cacao og annað þar sem aftan á stóð 99,99 % cacao. Ég lagði nú ekki í að kaupa það.


Líðandi helgi og áframhaldandi lærdómur

Á laugardaginn, eftir að ég hafði loksins komið mér á fætur, rendi ég aðeins yfir glósurnar mínar fyrir prófið næstlkomandi fimmtudag. Um 3 leytið fór ég á Porta Susa og hitti Selin (stelpa frá tyrklandi sem ég var búinn að vera í smá sambandi við áður en ég fór út). Við röltum aðeins niður í bæ og ákvaðu síðan að kíkja á Egypska safnið. Það var dáldið flott, sáum múmíur og alles. Eftir þetta röltum við á Piazza Castello. Þar var maður að leika listir sínar, þ.a. við horfðum á það í dágóðan tíma. Eftir þetta kvöddumst við og ég fór heim.

Sunnudagurinn var ósköp rólegur hjá mér. Ég byrjaði á því að læra aðeins áður en ég rölti niður í bæ. Um miðjan daginn fékk ég góða hugmynd. Ég fór heim, náði í eina bók sem ég hafði keypt mér, fór í Valentino garðinn (svakalega falegur garður), fékk mér smá ís, settist niður og las dáldið í bókinni. Um að gera að njóta verðursins aðeins. Þegar ég var búinn að lesa dáldið fór ég heim.

Núna er ný vika byrjuð og aðeins 5 vikur eftir, búin að vera hér í 9 vikur.

Kveðja frá Torion, Bjarki

P.s

Mér datt í hug einn 5-aura brandari um helgina. Ég hef tekið eftir því að það er dáldið af klárum bílum hérna í Torino (klár=smart) LoL


Marketing búið, prófalestur heldur áfram

Í gær var loks komið að prófinu í Marketing. Dagurinn byrjaði reyndar þannig að ég fór í Financial markets and institutions kl 09:30. Eftir hádegi fór ég up á 3. hæ í skólanum og fór að læra fyrir prófið (einnig kíkti ég smá á netið inn á milli). Prófið var kl. 18:00 þ.a. ég hafði nógan tíma. Þegar ég kom síðan í stofuna var mér smá brugðið. Stofan tekur á bilinu 80-100 nemendur í sæti og stofan var þéttsetin. Ég myndi nú halda að það hefði verið betra að skipta beknum í 2 hópa, þ.a. alir myndu ekki sitja hlið við hlið.

Síðan kom einhver kona inn sem átti greinilega að fylgjast með okkur, en ekki kennarin sjálfur. Hún byrjaði á því að láta okkur fá blað til að skrifa svörin á. Síðan tengdi hún tölvuna sína við skjávarpann. Hún sagði okkur að fyrirkomulagið myndi verða þannig að hún myndi varpa einni spurningu í einu upp á töfluna. Við fengum 15 mín. til að svara fyrstu spurningunni og svipaðan tíma fyrir hinar 4. Þetta er ekki beint fyrirkomulagið sem ég er vanur, en það verður bara að hafa það. Ég er allavegana fegin að prófið er búið.

Næsta próf hjá mér er næsta fimmtudag, sem er í Financial markets and institutions. Kennarinn er búinn að segja að próftíminn verður 1 klst. , þ.a. það verður athyglisvert að sjá hvað þetta verða spurningar.

En þegar það próf er búið, þá get ég ekki slappað af strax. Ég þarf nefnilega að taka up prófið í Public law 2. des, þ.a. ég ætla að vera harður við mig og lesa vel fyrir það. Eftir það próf, þá verða tæpar 3 vikur í að ég kem heim, þ.a. tíminn styttist óðum.

Jæja, þetta er orðið nóg í bili. Kveðja frá Torino, Bjarki


Líðandi helgi

Ég ætlaði að reyna að vera duglegur að lesa fyrir prófiðm á fimmtudaginn. Á laugardaginn las ég dáldið fyrir hádegi. Um 2 leytið fór ég síðan niður í bæ til að horfa á Arsenal-Manchester. Því miður vann Arsenal 2-1. Eftir leikinn rölti ég niður í bæ. Þegar ég kom á piazza Vittoria veneto þá voru nokkrir listamenn þar. Ég stoppaði dágóðan tíma áður en ég fór hem.

Á sunnudaginn hélt ég áfram að lesa. Eftir að hafa tekið smá skurk í lesningunni, fór ég niður í bæ og kítki fyrst á piazza Castello. Þar var smá sýning, er ekki allveg viss hvort þetta var herinn eða ekki.

PB090016

 

Síðan er prófið í Marketing á fimmtudaginn kl. 18:00. Verð bara að vera duglegur að lesa og vera afslapaður. Í dag er ég búinn að vera hér í 2 mánuði og aðeins 6 vikur í að ég kem heim.

Ciao


Nóg að gera í skólanum

Næstu vikurnar á eftir að vera nóg að gera í skólanum. Þessa vikuna er ég búin að vrea í tvemur tímum, Financial markets and institutions frá 09:30 til 13:30 og síða Marketing frá 14:00 til c.a. 17:00-17:30.

Á fimmtudaginn í næstu viku (13. nóv) er ég síðan að fara í próf í Marketing og fimmtudaginn þar á eftir (20. nóv) fer ég í próf í Financial markets and institutions. Þ.a. næstu vikur verður maður á fullu í lærdómnum. Þegar seinna prófið er búið, þá eru rúmlega 4 vikur þangað til að ég kem heim um jólin. Það styttist óðum í það :D

Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili. Kveðja til allra sem eru að lesa. Bjarki


Helgin: lærdómur og leikur

Ég ætlað segja smá frá því hvernig helgin var.

Á laugardagsmorguninn kom eigandinn til að rukka leiguna. Eftir að hafa borgað, þá tók ég smá skurk í því að lesa fyrir Marketing. Síðan fékk ég mér smá göngutúr sem endaði með því að ég fór á enska pubbinn til að horfa á smá fótbolta. Þar horfði ég aðeins á Stoke-Arsenal. Þegar c.a. hálftími var eftir af leiknum ákvað ég að fara heim, til að gera mig tilbúinn fyrir stórleik kvöldsins, Juventus-Roma. Það hefur sína kosti að eiga heima rétt hjá vellinum. Fyrir utan völlinn keypti ég trefil og eitt stykki derhúfu, maður þarf nú að dressa sig upp fyrir leikinn. Stemmingin á vellinum var nokuð góð, mikið sungið. Ekki skemmdu úrslitin fyrir, Juventus vann 2-0. Fyrsta markið var einkar glæsilegt, del Piero beint úr aukapyrnu. Herna koma smá dæmi hvernig stemmingin var:

dressaður upp

 

Á sunnudaginn las ég smá í viðbót. Síðan skrapp ég aðeins niður í bæ. Í þetta skiptið var reyndar smá rigning. Þetta sýnir bara að það er ekki alltaf sól og blíða á Ítalíu


Orðaforðinn hefur aukist

Núna hef ég bætt dáldið við orðaforðann hjá mér, ítalska og enska.

Hver man ekki eftir gamla Tutti Frutti frostpinnanum sem var hérna árum áður. Núna er ég loksins búinn að komast að því hvað nafnið þýðir. Tutti Frutti þýðir nefnilega allir ávextir.

Síðan hef ég verið að lesa kenslubókina í markaðsfræðinni og í dag rak ég mig í nokkur sniðug orð. Þar á meðal eru eftirfarandi orð: yuppies, yummies, dinkies, DEWKs og SLOPPIES.

Hérna koma svo útskýringarnar: yuppies (young urban proffessionals), yummies (young upwardly mobile mommies), dinkies (from DINKY, dual-income, no kids yet), DEWKs (dual-earners with kids), SLOPPIES (slightly older urban proffessionals).

Vona að þetta geti gagnast einhverjum.

Kveðja frá Torino, Bjarki


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband