15.12.2008 | 13:54
Kem eftir viku
Að hugsa sér, eftir vikur verð ég á leiðinni heim til Íslands. Líklega verð ég á þessum tíma eftir ákkúra vikur í flugvél á leiðinni frá París til Keflavík. Ótrúlegt hvað tíminn er búinn að vera fljótur að líða, búinn að vera hérna í 13 vikur.
Um helgina var ég annars ósköp slakur. Á laugardaginn fékk ég mér smá göngutúr niðri í bæ og fór síðan á enska staðinn til að horfa á enslka boltann (eins og svon oft áður). Á föstudaginn fór ég síðan á einn jólamarkað. Það var bara verst að það var rigning, en sem betur fer var hluti af markaðnum innandyra. Ég keypti smá súkkulaði. Annars reyndi ég að lesa smá fyrir áfangann sem ég er byrjaður í. Á morgun er ég síðan með smá kynningu, ásamt tvemur strákum frá Grikklandi. Síðan er prófið á föstudagsmorgun. Þ.a. eftir hádegí á föstudeginum er ég kominn í allvöru jólafrí. Um helgina get ég því slappað af og kannað jólastemminguna niðri í bæ. Síðan á ég flug kl. 7 á mánudagsmorgun.
Bíð spentur eftir að koma heim
Kær kveðja frá Torino, Bjarki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2008 | 14:38
Nýr afangi og 10 dagar eftir.
Í gær byrjaði ég í nýjum áfanga sem heitir Business organization. Ég þurfti að vakna snemma, vegna þess að tíminn átti að byrja kl. 08:00. Kennarin byrjaði á því að segja okkur aðeins frá skipulaginu. Við ætlum framvegis að byrja kl. 08:30. Prófið úr fyrri hlutanum er föstudaginn næsta, 19.des. Seinni hlutinn er síðan frá 26. til 30. janúar. Síðan sagði kennarinn að við ættum að skipta okkur í hópa og vera með smá kynningar á mánudag og þriðjudag. Ég og tveir grískir strákar ákvaðum að vera saman. Við völdum efni sem við eigum að kynna á þriðjudaginn. Þetta eiga bara að vera nokkrar glærur, þ.a. þetta þarf ekki að vera neitt svakalegt.
Þegar tíminn í dag var búinn, fórum við (ég, grísku strákarnir, einn strákur og ein stelpa frá Ítalíu) á ljósritunar stofu sem er á móti skólanum til að fá ljósrit af fyrstu tvemur köflunum úr kennslubókinni. Síðan fór ég og keypti smá í matinn. Á stoppistöðunum fyrir sporvagna og strætó, var miði þar sem stóð að þeir myndu aðeins ganga í ákveðinn tíma í dag, nokkra tíma fyrir hádegi og nokkra eftir hádegi (veit ekki alveg ástæðuna). Ég ákvað því bara að fara út í skóla og vera þar á netinu (þar sem ég er núna).
Í dag eru 10 dagar þangað til að ég fer heim, eftir 10 daga verð ég líklega í loftinu á leiðinni frá París til Keflavík. Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða, verð komin heim áður en ég veit af. Það verður nú gott að geta slappað af heima eftir skólan. Þegar ég kem heim, ætla ég að knúsa allt fólkið, fara í klippingu daginn eftir og skella mér í heita pottinn í Selfosslaug.
Ætla eki að hafa þetta meira í bili. Kær kveðja frá Torino og sjáumst eftir 10 daga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2008 | 10:11
Aðeins 13 dagar í heimferð
Núna eru aðeins 13 dagar þangað til að ég fer heim. Skrítið hvað tíminn er búinn að líða hratt. Annars fór ég á laugardaginn og keypti jólagjafir, ég held að ég sé nokkurn veginn búinn að ljúka því af. Síðan er ég líka búinn að vera að dunda mér við að skrifa jólakort. Síðan er ég bara búinn að vera slakur síðustu daga, rölta um niðri í bæ og njóta þess að þurfa ekki að hafa áhygjur af skólanum. Það var reyndar einhver frídagur hérna í gær, þ.a. skólinn var lokaður og þar af leiðandi komst ég ekki á netið. Ég hef semsagt ekki komist á netið síðustu tvo dagan, sem er alveg svakalegt :)
Ég ætlaði nú ekki að skrifa mikið í þetta skipti, bara nokkrar línur. Hlakka til að sjá ykkur öll um jólin. Kær kveðja frá Torino, Bjarki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2008 | 17:27
Styttist í jólin
Það styttist óðum í jólin og einnig í að ég komi heim. Í dag eru 18 dagar þangað til að ég kem. Ég held bara að ég komist í meira og meira jólaskap með hverjum deginum sem líður og einnig eykst alltaf spenningurinn yfir að fara heim. Ég ætla að reyna að nýta jólin eins vel og ég get, það þýðir að ég ætla ekki að sofa fram að hádegi (eins og ég gerði stundum þegar ég var heima) heldur ætla ég að taka daginn snemma og njóta hans í botn með fjölskyldum og vinum.
Þessa dagana er ég í smá pásu frá skólanum. Ég var nefnilega að taka upp prófið í Public law á þriðjudaginn, sem ég náði (ekkert smá ánægður með sjálfan mig). Síðasti áfanginn minn fyrir jól byrjar síðan 11.des (fimmtudaginn í næstu viku). Það er bara vest að ég er kominn með pínku kvef, vona bara að það fari fljótlega. Annars fór ég í gær og keypti 10 jólakort. Einnig fór ég á eina ferðaskrifstofu og fékk tvo merkimiða fyrir töskurnar. Í dag rölti ég síðan aðeins um, fann þar á meðal 99 centa búð. Um helgina ætla ég að kaupa jólagjafirnar, er búinn að ákveða hvað ég ætla að kaupa þ.a. það ætti ekki að taka langan tíma. Síðan ætla ég að klára að skrifa á jólakortin. Einnig ætla ég að spá í hvaða dót ég ætla að taka með mér heim um jólin og byrja aðeins að skipulegja töskuna.
Þegar að síðasti áfanginn byrjar 11.des, þá er bara 1 1/2 vika í að ég kem heim. Ég viðurkenni allveg að ég er orðinn svaka mikið spentur að sjá fjölskylduna aftur, nú er komin 11 1/2 vika síðan ég fór. Verður gaman að knúsa múttu á flugvellinum.
Ætla ekki að hafa þetta meira í bili. Kveðja frá Torino. Bjarki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2008 | 18:28
Smá viðbót
Þegar ég skoðaði póstinn minn áðan, þá sá ég að kennarinn (í public law) hafði sent mér bréf. Þar sagði hún að ég hefði svarað 12 spurningum rétt af 20, sem þýðir að ég náði prófinu. Að sjálfsögðu var ég mikið kátur þegar ég las þetta, miðað við hvað ég er búinn að lesa mikið fyrir þetta blessaða próf. Lesturinn hefur greinilega skilað sér eihvað.
Það var nú ekki meira í bili. Kveðja, Bjarki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.12.2008 | 17:48
En eitt prófið búið
Fyrir stuttu var ég að klára að taka endurtektarpróf í Public law. Ég er búinn að vera afar duglegur að lesa fyrir þetta próf, búinn að fara yfir allt lesefnið 3svar sinnum og þar með talið ítölsku stjórnarskrána. Ég tók prófið inni á skrifstofunni hjá kennaranum. Þetta voru 20 krossaspurningar eins og síðast. Ég er nú bara sæmilega sáttur við sjálfan mig, vona bara það besta með útkomuna. Kennarinn ætlaði síðan að fara yfir prófið í kvöld og senda mér póst á morgun varðandi útkomuna, þá getum við líka farið yfir villurnar (ef það eru einhverjar ).
Fyrst að prófið er loksins búið, þá get ég farið að undirbúa jólin og heimferðina. Það byrjar einn áfangi hjá mér 11.des, þ.a. ég hef 8 daga til að kaupa jólagjafir, jólakort, finna merkimiða fyrir töskurnar og byrja að skipuleggja aðeins í ferðatöskuna. Það styttist nú óðum að ég komi heim, í dag eru aðeins 20 dagar. Það verður nú gaman að sjá fjölskylduna og vinina aftur, spurning hvort að mútta fari að gráta þegar hún sér mig á flugvellinum.
Kær kveðja frá Torino, Bjarki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2008 | 13:01
Enn ein helgi liðin og 3 vikur eftir
Það var nú ekkert sérstaklega mikið sem ég gerði þessa helgina, en ég ætla samt að skrifa nokkrar línur.
Á laugardaginn fór ég út í skóla til að skoða aðeins netið og læra, um að gera að vera duglegur við það. Síðan um daginn rölti ég aðeins niður í bæ til að taka mér smá pásu frá lærdómnum. Seinna um kvöldið, þegar ég var í herberginu mínu að læra, sá ég að það var farið aftur að snjóa. Á sunnudaginn fór ég síðan á fætur dáldið fyrir hádegi til að læra. Þegar ég kíkti aðeins út um gluggan, sá ég að það var fullt af fólki að hlaupa á götunni, það virtist vera eithvað maraþon í gangi, eða eithvað þannig. Eftir hádegi fór ég síðan á enska pubbinn og tók smá maraþon sjálfur (fótbolta). Það var nefnilega Manchester City - Manchester United kl. 14:30. Ég horfði á leikinn ásamt hinum íslendingunum. Sem betur fer vann United. Eftir leikinn kom smá pása og síðan kl. 17:00 byrjaði Chelsea - Arsenal. Það var reyndar hörkuleikur, þar sem Chelsea komst yfir en Arsenal náði að skora 2 mörk og vinna leikinn. Eftir þetta fór ég síðan heim að læra aðeins meira.
Að lokum langar mér að segja ykur aðeins frá íbúðinni minni. Húsið sem ég er í er dáldið gamalt, þ.a. við erum með gashitara til að geta fengið heitt vatn. Stundum hefur reyndar komið fyrir að login fer og tekur þá stundum smá tíma að koma þessu aftur í lag.
Í dag eru aðeins 3 vikur þangað til að ég kem heim, tíminn fljótur að líða. Ciao
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.11.2008 | 12:13
Að lokum kom snjórinn minn :D
Mér brá nú heldur betur þegar ég fór á fætur í morgun. Þegar ég var kominn upp úr rúminu kíkti ég aðeins út um gluggann. Þá varð ég dáldið hissa, það var nefnilega farið að snjóa. Ég sem bjóst ekki við því að sjá snjó hérna fyrir jól, en hann kom þó. Síðan er bara spurning hvað hann verður lengi. Hérna getið þið séð hvað ég sá þegar ég leit út um gluggann.Annars fór ég í morgun niður í bæ og náði í statini, sem ég þarf að hafa til að fá áfangana skráða. Kærar kveðjur frá Torino. Ciao
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2008 | 12:07
styttist í heimferð og nóg að gera
Það er ótrulegt hvað tíminn flýgur áfram þegar maður hefur nóg að gera, bara allt í einu kominn fimmtudagur og vikan bráðum að klárast. Eftir 3 vikur og 4 daga verð ég á leiðinni heim til Íslands.
Eins og ég sagði þá hef ég nóg að gera þangað til að ég kem heim, sem er fínt. Næsta þriðjudag klukkan 18:00 tek ég upptökupróf í Public law, síðust daga hef ég verið upp í skóla að lesa fyrir það, hef sjaldan lesið jafn mikið fyrir eitt próf. Eftir prófið kemur smá pása þangað til að síðasti áfanginn byrjar 11.des. Þarna á milli hef ég samt nóg að gera. Ég þarf að klára að kaupa jólagjafir, kaupa jólakort og skrifa á þau, finna merkimiða fyrir töskurnar og merkja þær og byrja að skipulegja hvernig hvað ég ætla að taka með og hvernig ég ætla að raða í stóru töskuna.
Annars er ég nokkurn veginn búinn að ákveða hvað ég ætla að kaupa handa fólkinu, held ég þurfi ekki að fara á marga staði til að kaupa allt. Síðasti áfanginn, sem heitir Business organization, er allveg út síðust vikuna mína (þ.e.a.s. fyri hlutinn, seinni hlutinn er í janúar). Ég er ekki allveg 100% viss hvenar ég tek prófið, það kemur bara í ljós. Annars er ég farinn að telja niður vikurnar í huganum þangað til að ég kem heim. Verður gaman að knúsa múttu á flugvellinum, vona bara að hún bresti ekki í grát :D
Ætla ekki að hafa þetta meira í bili. Kær kveðja frá Torino, Bjarki ítalski
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2008 | 11:50
Helgin: lærdómur, lögga og leikur
Í dag eru aðeins 4 vikur þangað til að ég kem heim. Skrítið að ég sé búinn að vera hérna í heilar 10 vikur. Annars ætla ég að segja hér á eftir hvað gerðist um helgina.
Á föstudaginn átti ég afmæli, varð 23 ára. Ég gerði nú reyndar ekkert sérstakt í tilefni dagins. Ég var nefnilega að byrja að lesa fyrir prófið í Public law, sem ég þarf að taka aftur 2. des og var ég búinn að ákveða að ég ætlað að lesa vel fyrir það. Annars voru margir sem óskuðu mér til hamingju með afmælið.
Á laugardaginn fór ég út í skóla um 10 og var þar þangað til að klukkan fór að nálgast tvö. Ég kíkti aðeins á netið og var síðan að læra. Síðan kíkti ég aðeins niður í bæ til að sjá hvað væri að gerast. Ég fór á piazza Vittoria Veneto, þar sem var nokkuð af fólki að syngja í xbox, svona nokkurnevgin eins og singstar fyrir playstation. Þegar ég var búinn að vera þar í dágóðan tím þá rölti ég til baka, áleiðis heim. Þegar ég var að ganga niður via Po, þá lenti ég í smá lífsreynslu. Þegar ég var að fara yfir götuna, þá komu tveir lögreglumenn og tóku mig til hliðar. Þeir báðu mig um skilríki og á meðan hélt annar þeirra í buxurnar mínar. Ég tók upp veskið mitt og sýndi þeim skilríkin mín, sem og skólaskírteinið. Svo virtist vera að þeir voru að leita að einvherjum ræningja. Þegar þeir voru búnir að skoða skilríkin mín, þá leifðu þeir mér að fara. Ég hef nú aldrei lent í svona atviki áður. Seinna um daginn fór ég á enska staðinn að horfa á Aston Villa - Manchester með Grétari. Því miður endaði leikurinn 0-0.
Á sunnudaginn byrjaði ég á því að þrífa smá og fór síðan að lesa. Um daginn rölti ég aðeins niður í bæ. Það var dáldið kalt, þó að ég var í cintamani og með úlpuna renda upp í háls. Þegar ég var búinn að ver aþar í dmá tíma fór ég aftur heim. Um kvöldið fór ég á Torino - Milan. Það var slatti af fólki fyrir utan völlinn, sem og á vellinum, enda var þetta stórleikur. Í Milan liðinu voru leikmenn eins og Gattusi, Kaka og Ronaldinho. Torino náði nú að komast yfir og þá var fagnað mikið. Því miður fyrir þá, komust Milan í 1-2 í fyrri hálfelik og Ronaldinho með seinna markið beint úr aukaspyrnu. Í seinni hálfleik gerðist síðan það að Torino fékk vítaspyrnu, sem að þeir náður að skora úr. Leikurinn endaði 2-2, þ.a. ég fékk að sjá 4 mörk. Eftir leikinn fór ég beint heim.
Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, skrifa meira seinna. Ciao.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)