Var að klára próf

Í morgun var ég í prófi í Financial markets and institutions. Prófið var kl. 09:00, þ.a. ég stillti vekjarann á 07:15 til að verða ferskur í prófinu. Þegar ég kom inn í stofuna, rendi ég aðeins yfir glósurnar áður en prófið byrjaði. Próftíminn var klukkustund. Sá sem hafði umsjóin emð okkur í prófinu, lét okkur fyrst fá blað til að skrifa á. Síðan lét hann okkur fá blað með 5 spurningum og sagði að við ættum að velja 4 af þeim. Fyrsta spurningin var um asset management, þ.a. ég byrjaði að skrifa á fullu. Heilt yfir er ég bara sáttur við prófið. Í síðustu spurningunni minntist ég meira segja smá á Icesave reikningana milli Íslands og Bretlands, sakar ekki að bæta því við. Í dag ætla ég síðan að hvíla mig aðeins áður en ég byrja á morgun að lesa fyri næsta próf.

Kveðja frá Torino, Bjarki (ítalski íslendingurinn, eða íslenski ítalinn)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ bjarki

þú ert ekkert smá duglegur. held ég gæti lært mikið af þér

gangi þér vel með næsta próf og njóttu þess svo að fá jólafrí!

Lára (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 15:24

2 identicon

Obbobbobb Bjarki helduru að þú skorir hátt á því að nefna bankareikningana :P hehe grín.

Ingunn (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband