próf og aftur próf

Datt í hug að skrifa smá til að dreifa huganum. Á morgun kl. 09:00 er ég að fara í próf í Financial markets and institutions. Próftíminn er aðeins klukkutími, sem mér finnst nú ekkert sérstaklega mikið. En þegar þetta próf er búið þá er ekki allt búið. Ég þarf nefnilega að taka annað próf 2.des og ætla ég að lesa vel fyrir það, ætla nú samt að hvíla mig aðeins á morgun og byrja síðan ferskur á föstudaginn.

Síðan styttist óðum í að ég komi heim um jólin. Núna eru c.a. 4 vikur og 5 dagar eftir. Þegar ég verð búinn með seinna prófið (upptökupróf í Public law kl. 18:00) þá eru aðeins eftir 2 vikur og c.a. 6 dagar. Þá þarf ég líka að kaupa jólagjafirnar og spá aðeins í hvernig ég ætla að skipulegja ferðatöskuna.

Ég hlakka til að hitta allt fólkið um jólin, skrítið að það eru 9 vikur og 2 dagar síðan ég kvaddi fjölskylduna.

Ætla ekki að hafa þetta meira að sinni. Kveðja til allra sem lesa þetta sem og allra hinna heima. Ciao Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband