miðakaup og kynning

Ég held að ég hafi nú áorkað ýmsu í dag.

Fyrir hádegi fór ég að leyta að stað þar sem ég gæti keypt miða á Juventus - Roma. Eftir dálitla leit og eftir að hafa spurt nokkrum sinnum til vegar, þá fann ég staðinn. Maðurinn sem afgreiddi mig sagði að miðinn kostaði 30 evrur. Síðan purði hann hvort ég væri nemandi. Þegar ég sagði já, þá gat ég keypt miða á 10 evrur. Alltaf gott að geta sparað.

PA280007

Þegar klukkan var tvö þá var komið að Marketing. Í dag átti minn hópur að flytja verkefnið (áttum reyndar að flytja í gær en hópurinn sem var þá á undan okkur var of lengi). Ég er nú bara nokkuð sáttur við hvernig tókst til. Ein stelpan úr hópnum mínum sagði eftir tíman að ég hefði fengið 27/30 fyrir minn part, semsagt 9 ef við miðum við íslenska sistemið.

Ætla ekki að hafa þetta meira í bili. Skelli inn einni mynd að lokum til að sýna hvað ég er orðinn flinkur að elda pasta.

PA250004

Ciao


Á fullu í lærdómi

Maður fær naumast litla hvíld í þessum skóla. Ég var í lokaprófi á þriðjudaginn í Public Law og síðan á miðvikudaginn byrjaði ég í næsta áfanga, Marketing. Á planinu stóð að það væri tími á miðvikudag og síðan ekki fyrr en á mánudag, þ.a. ég hélt að maður myndi fá smá pásu þar á milli. Alldeilis ekki. Kennarinn sagði að það væru 19 kaflar úr bókinni sem myndi verða fjallað um. Síðan bætti hann við að bekkurinn ætti að skipta sér í 19 hópa, og að hver og einn hópur ætti að kynna einn kafla fyrir beknum. Hópurinn sem ég er í á að kynna strax á mánudaginn, þ.a. núna er maður á fullu að vinna í því. Efnið okkar er "The Marketing Environment". Hljómar spenandi, er það ekki Cool. Góða hliðin á þessu er þó sú, að eftir tímann á mánudeginum þá erum við búin með okkar verkefni.

 En jæja, núna þarf ég að halda áfram að læra. Ciao


Æsingur í ketti

Datt í hug að skella inn einu myndbandi af húskettinum. Hérna sést hún slá aðeins frá sér og hvæsa. Allveg magnað hvað hægt er að hlæja að henni á köflum.

Markaðshelgi

Á laugardaginn síðasta skellti ég mér á markað á porta palazzo, sem er heljarinnar markaður með alls konar dóti. Það var nú ekki mikið sem ég keypti þar, en þ.a.m. var parmesan ostur og síðan þessi krukka af pestó :). Þeta ætti allavegana að uga mér næstu vikurnarPA190002

Á sunnudeginum var síðan markaður í hverfinu þar sem ég bý. Þar rölti ég um til að sjá hvað væri í boði. Meðan ég var þar nældi égmér í sjampó og sturtusápu á spottprís. Einnig keypti ég mér eitt stikki gítar, reyndar af minni gerðinni. Núna er maður sko tilbúinn fyrir útilegurnar heima.PA190058


Fyrsta prófið

Í dag var komið að fyrsta prófinu mínu hérna úti. Ég var að fara í lokapróf í Public Law (soldið sniðugt, miðað við að heima er ég að læra stærðfræði). Áfanginn er reyndar aðeins búinn að vera kendur í 7 daga, en í 5 tíma á dag, frá 14:00 - 19:00.

 Ég er búinn að vera síðustu daga að lesa stíft fyrir prófið, hinar og þessar greinar. Las einnig ítölsku stjórnarskrána 2svar (geri aðrir betur). Prófið sjálft var krossapróf með 20 spurningum. Það kemur síðan í ljós á morgun eða hinn hvort ég hafi náð.

Næsti áfangi byrjar síðan á morgun, Marketing.

Ætla að kveðja að sinni, þarf að drífa mig að keupa smá í matinn.

Kær kveðja frá Torino.

Arrivaderci


Fyrsta færslan

Jæja, þá er maður komin með bloggsíðu eins og svo margir aðrir. Ég taldi að maður þyrfti að hafa eina svona fyrst að ég verð nú hér í Ítalíu í dágóðan tíma.

 Ég mun reyna að vera duglegur að segja frá afrekum mínum hérna úti og vona að fólk muni heimsækja síðuna.

Ciao


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband