Helgin: lærdómur, lögga og leikur

Í dag eru aðeins 4 vikur þangað til að ég kem heim. Skrítið að ég sé búinn að vera hérna í heilar 10 vikur. Annars ætla ég að segja hér á eftir hvað gerðist um helgina.

Á föstudaginn átti ég afmæli, varð 23 ára. Ég gerði nú reyndar ekkert sérstakt í tilefni dagins. Ég var nefnilega að byrja að lesa fyrir prófið í Public law, sem ég þarf að taka aftur 2. des og var ég búinn að ákveða að ég ætlað að lesa vel fyrir það. Annars voru margir sem óskuðu mér til hamingju með afmælið.

Á laugardaginn fór ég út í skóla um 10 og var þar þangað til að klukkan fór að nálgast tvö. Ég kíkti aðeins á netið og var síðan að læra. Síðan kíkti ég aðeins niður í bæ til að sjá hvað væri að gerast. Ég fór á piazza Vittoria Veneto, þar sem var nokkuð af fólki að syngja í xbox, svona nokkurnevgin eins og singstar fyrir playstation. Þegar ég var búinn að vera þar í dágóðan tím þá rölti ég til baka, áleiðis heim. Þegar ég var að ganga niður via Po, þá lenti ég í smá lífsreynslu. Þegar ég var að fara yfir götuna, þá komu tveir lögreglumenn og tóku mig til hliðar. Þeir báðu mig um skilríki og á meðan hélt annar þeirra í buxurnar mínar. Ég tók upp veskið mitt og sýndi þeim skilríkin mín, sem og skólaskírteinið. Svo virtist vera að þeir voru að leita að einvherjum ræningja. Þegar þeir voru búnir að skoða skilríkin mín, þá leifðu þeir mér að fara. Ég hef nú aldrei lent í svona atviki áður. Seinna um daginn fór ég á enska staðinn að horfa á Aston Villa - Manchester með Grétari. Því miður endaði leikurinn 0-0.

Á sunnudaginn byrjaði ég á því að þrífa smá og fór síðan að lesa. Um daginn rölti ég aðeins niður í bæ. Það var dáldið kalt, þó að ég var í cintamani og með úlpuna renda upp í háls. Þegar ég var búinn að ver aþar í dmá tíma fór ég aftur heim. Um kvöldið fór ég á Torino - Milan. Það var slatti af fólki fyrir utan völlinn, sem og á vellinum, enda var þetta stórleikur. Í Milan liðinu voru leikmenn eins og Gattusi, Kaka og Ronaldinho. Torino náði nú að komast yfir og þá var fagnað mikið. Því miður fyrir þá, komust Milan í 1-2 í fyrri hálfelik og Ronaldinho með seinna markið beint úr aukaspyrnu. Í seinni hálfleik gerðist síðan það að Torino fékk vítaspyrnu, sem að þeir náður að skora úr. Leikurinn endaði 2-2, þ.a. ég fékk að sjá 4 mörk. Eftir leikinn fór ég beint heim.

Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, skrifa meira seinna. Ciao.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá - það er nú töluvert stress að vera stoppaður af löggunni á Ítalíu. Gott að þeim er sjálfsagt alveg sama þó að bretar kalli okkur Íslendinga hryðjuverkamenn. Gott að þú ert að lesa um ítölsk lög, það getur komið sér vel. Gangi þér vel, það er kannski bara best að þú sért soldið mikið að læra

Jónína frænka (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband