Milano

I morgu akvadum eg, mamma og pabbi ad skella okkur til Milan. Tegar vid vorum buin ad fa okkur morgunmat og gera okkur til, forum vid a lestarstodina. Sem betur fer er lestarstodin rett hja hotelinu okkar tannig ad tad var ekki langt ad fara. Vid forum og keyptum mida og bidum sidan eftir lestinni.

Ad lokum komum vid sidan til Milan. Tegar vid vorum komin ut ur lestarstodinni, tokum vid metro nidur i midbae. Tegar vod komum upp ur metroinu, ta bra mer pinku. Vid mer blasti heljarinnar kirkja. Tetta var sko engin sma smid. A torginu fyrir framan var fullt af folki. Sidan sa madur nokkra menn sem voru ad reyna ad gefa okkur vinabond og orugglega reyna ad selja okkur eithvad annad. Tad er bara verst hvad teir voru agengir. Vid roltum sidan adeins afram. Eftir sma gongu, endudum vid i einum gardi tar sem vid settumst nidur. Eftir ad hafa hvilt okkur sma, forum vid aftur nidur i bae.

Tegar vid komum aftir i midjuna, skodum vid sma minjagripi. Eg var svo snidugur ad eg keypti AC Milan bol og Inter Milan derhufu (samt held eg ad eg muni ekki vera med baedi a sama tima). Sidan forum vid fljotlega aftur a lestarstodina.

Tegar vid komum aftur til Torino, forum vid beint a hotelid. Tar spurdi madurinn i afgreidslunni hvort vid vildum skipta um herbergi og fara a 4. haed. Astaedan var su, ad a haedinni sem vid vorum var verid ad laga veggina og a morgun myndu verda daldil laeti og vond lykt. Vid samtyktum tad og aetlum ad skipta i fyrramalid.

Eg aetla ekki ad hafa tetta meria i bili og bid ad heilsa ollum heima a Island (sem og ollum odrum sem ad lesa tetta)


Þau koma í kvöld

Þá er dagurinn loksins runnin upp, mamma og pabbi koma í kvöld. Ég get ekki lýst því hvað ég er spentur, búinn að bíða eftir þessum degi allt of lengi. Núna sef ég ekki oftar í íbúðinni, heldur verð á hóteli með mömmu og pabba þangað til að við förum öll heim til Íslands. Það verður mjög gott að fá þau og það á öruglega eftir að vera gaman hjá okkur. Ég ætla að vera duglegur að sína þeim staðinn.

Annars er ég bara í skólanum núna að dunda mér aðeins. Seinna í dag ætla ég síðan niður í bæ, rölta aðeins um og fá mér svo smá að borða á enska staðnum. Um 9 leytið ætla ég svo að taka leigubíl á flugvöllin til að taka á móti fólkinu.

Síðan styttist í að ég komi alfarið heim á klakann, aðeins 2 vikur.

Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili. Kær kveðja heim.


Mamma og pabbi allveg að koma

Núna eru bara rúmlega 2 dagar þangað til að mamma og pabbi koma. Vélin þeirra á að lenda í Torino kl. 22:20 á fimtudagskvöldið. Ég get næstum því ekki beðið, vona bara að tíminn þangað til verði fljótur að líða. Hugsa sér, aðeins 2 nætur eftir í íbúðinni og síðan gisti ég á hótelinu með þeim. Ég er orðinn svakalega spentur.

Annars er ég að bíða eftir svari frá kennaranum í Financial markets and institutions, um hvaða einkun ég fékk fyrir áfangann og hvenar hann geti skrifað í litla bæklinginn minn (libretto). Fyrir utan það er ég bara að reyna að eiða tímanum þangað til að mamma og pabbi koma.

Ætlaði bara að skrifa smá. Styttist í að mamma og pabbi komi og líka í að ég komi heim.

Bjarki


Síðasta prófið búið

Þá er náminu hérna loksins lokið. Ég var í síðasta prófinu í morgun, það var úr seinni hlutanum af Business organization. Prófið byrjaði klukkan 09:30 og var 4 spurningar. Ég verð nú að viðurkenna að ég held að mér hafi gengið betur í fyrri hlutanum, en ég verð bara að bið að sjá hvað gerist. Núna er ég bara í skólanum að dunda mér á netinu, þarf ekki að hugsa meira um námið hérna. Næst þarf ég að láta kennarann í þessum áfanga, og áfanganum á undan, skrifa í "libretto", litlu rauðu bókina mína. Eftir það þarf ég að fara með bókina á skrifstofuna í deildinni minni til að taka afrit. Að lokum fer ég síðan á skrifstofuna niðri í bæ, þar sem ég næ í pappírana sem sína að ég hef lokið erasmus tímanum mínum.

Annars styttist óðum í að mamma og pabbi koma. Þau lenda nefnilega á fimmtudaginn í næstu viku. Síðan ætlum við að vera öll 3 saman á hótelinu. Verður næs að vera síðustu 2 vikurnar hérna á hóteli.

Ætla ekki að hafa þetta meira í bili. Kær kveðja, Bjarki.


Síðasta skólavikan

Jæja, þá er síðasta skólavikan hafin. Í dag byrjaði fyrsti tíminn í seini hlutanum af Business organization. Síðan er prófið á föstudaginn.

Í fyrri hluta tímans í dag, þá var einn maður með fyrirlestur. Ég held að hann hafi verið frá e-u símafyrirtæki. Vandinn var hins vegar, að fyrirlesturin var alur á ítölsku, þ.a. ég skildi ekkert. Í seinni hlutanum var kennarinn okkar (annar af tvemur) reyndar með fyrirlestur á ensku.

Næstu 3 daga verður norskur gestakennari (held ég). Hann ætti þá líklega að tala á ensku Wink. Síðan verða e-r nemendur með fyrilestra upp vissum köflum frá kenslu bókinni. Sem betur fer þarf ég ekki að flytja, vegna þess að ég var með kynningu í fyrri hlutanum, fyrir áramót. Á morgun er síðan heimsóknin í FIAT, það ætti nú að verða spennandi.

Annars var þetta nú ósköp róleg helgi hjá mér. Fékk mér nokkra göngutúra og skoðaði mig um. Á laugardeginum fór ég reyndar í eina tópaksbúð og keypti pókerpeninga. Það skemtilega er að þeir voru merktir með evrum. Í heildina voru þetta 400 stk, 10 gerðir. Núna getur ég farið að spila alvöru póker þegar ég kem heim.

P1240008P1240006

Síðan styttist óðum í að mamma og pabbi koma, þau koma nefnilega 5.feb. Ég fór á sunnudaginn á hótelið og breytti bókuninni úr tvegja manna herbergi í þriggja manna herbergi. Þannig get ég verið hjá þeim á meðan eru hérna.

Ætla ekki að hafa þetta meira í bili. Kær kveðja, Bjarki


Mamma og pabbi koma 5.feb og fara 18.feb og ég með

Ég er búinn að ákveða að koma heim í febrúar, þegar fyri önnin hérna er búin. Uphaflega ætlaði ég mér að vera hér í 2 annir, en mér fanst þetta komið fínt. Það verður gott að komast aftur heim, þangað sem fjölskyldan og allir vinirnir eru. Þar þekkir maður líka allt og getur spjallað bið allt og alla. Annars hefur þetta verið fínn tími hérna og mikilvæg reynsla. Núna kann ég betur að meta það sem ég hef heima.

Síðan eru mamma og pabbi að koma hingað í febrúar, koma 5.feb. og fara aftur 18.feb. Ég ætla að taka sama flug og þau heim. Það verður ósköp gott að fá þau hingað, þá get ég sýnt þeim borgina og skólann. Kanski egium við eftir að taka einhverjar dagsferðir í nærligjandi bæi. Svo ætla ég að fara með þeim á einn Juventus leik.

Annars er önnin allveg að klárast hjá mér. Í næstu viku (mánudag) hefst seinni hlutinn af síðasta áfanganum mínum, business organization. Hann er út vikuna. Þar á meðal er áætlað a heimsækja FIAT á þriðjudeginum.

Ætla að láta þetta gott heita í bili. Kær kveðja frá Torino, Bjarki.


Kominn aftur til Torino

Núna er nýtt ár hafið og ég kominn aftur til Torino. Ferðalagið byrjaði síðasta fimmtudag, en þá fórum mamma og pabbi með mér út á flugvöll, en ég átti flug til London um morguninn. Það var dáldið skrítið að þurfa að kveðja þau aftur en þau ætluðu nú að reyna að heimsækja mig í febrúar. Flugið sjálft gékk bara vel og var ég lentur á tilsettum tíma á Stansted. Þegar ég var búinn að finna töskuna, fékk ég mér smá að borða. Síðan keypti ég miða í strætó, sem átti að flytja mig á Golders Green, en það var lestarstöð sem er ekki langt frá Jóhönnu. Rútuferðin var reyndar aðeins lengir en ég bjóst við, það var allveg svakaleg umferð á veginum. Að lokum komst ég þó á áfangastað. Þegar ég kom, byrjaði ég á því að finna mér svartan leigubíl og sýndi honum heimilisfangið. þegar ég kom að húsinu, fór ég til nágrannans til að ná í lykil. Ég þurfti nú ekki að bíða lengi eftir Jóhönnu. Við byrjuðum reyndar á því að fara út í búð, Mike átti nefnilega afmæli og hún ætlaði að kaupa smá gjöf.

Því næst náðum við í Krakkan í skólann. Þegar við komum heim aftur var farið að undirbúa smá fyrir afmælið. Krakkarnir voru búin að ákveða að hafa ljósin slökt þegar Mike kæmi heim til að koma honum á óvart. Hugmyndid gékk vel og held ég að hann hafi verið dáldið ánægður með þetta . Seinna um kvöldið, þegar við vorum búin að borða og krakkarnir farnir í rúmið, fórum ég og Mike í smá golfleik í Wii tölvunni.

Daginn eftir ákvað ég að sofa út. Þegar ég var loksins kominn á fætur, skrapp ég aðeins niður í bæ og gékk dáldið um. Það var nú dáldið kalt úti, en samt var gott að geta bara slapað af. Þegar ég var kominn aftur heim, fór ég með Jóhönnu, Mike og krökkunum út að borða. Það var bara nokkuð gaman. Um kvöldið las ég síðan smá sögu fyrir krakkana, áður en ég kvaddi þau. Jóhanna ætlaði nefnilega að keyra mig út á flugvöll, og ætluðum við að leggja af stað um sjö leytið.

Morgunin eftir fórum við síðan út á flugvöll. Flugið sjálft til Torino gékk bara vel. Þegar ég kom sá ég að það var dáldill snjór úti. Þegar ég var kominn með töskuna mína, tók ég leigubíl að íbúðinni.

Eftir að ég kom aftur hef ég bara tekið því rólega, gengið dáldið um bæinn og slappað af. Í morgun byrjaði reyndar skólinn hjá mér aftur.

Kær kveðja frá Torino, Bjarki


Allveg að koma

Jæja, núna er ég allveg að koma heim. Eftir aðeins 2 daga, þá verð ég á leiðinni heim. Núna sit ég úti í skólanum, að dunda mér aðeins á netinu. Skólanum lokar kl. 14:00, þ.a. ég hef smá tíma. Vegna þess að skólinn er lokaður á sunnudögum, þá er þetta í síðasta skiptið sem ég kemst á netið hérna úti áður en ég kem heim. Ég get lofað ykkur því að spenningurinn er töluverður. Það er skrítið að hugsa til þess að ég er allveg að koma heim. Í kvöld ætla ég aðeins að byrja að raða í töskuna og skipuleggja aðeins. Annars var veðrið bara fint hérna í gær, bjart og gott.

Ætlaði bara að skrifa nokkrar línur, þ.a. ég læt þetta nægja í bili. Hlakka til að sjá ykkur öll aftur. Kær kveðja, Bjarki Cool


Kominn í jólafrí :)

Þá er síðasta prófið búið fyrir áramót og ég loksins kominn í Jólafrí. Í morgun kl. 09:15 fór ég í síðasta prófið mitt, business organization. Síðust daga hef ég verið að lesa vel fyrir prófið og í gær var ég mest allan daginn í skólanum að læra. Þegar ég kom í stofuna voru flest allir mættir. Þegar við fengum prófið þá brá mér smá. Þetta voru aðeins 3 spurningar. Við höfðum til korter yfir tíu, þ.a. ég ætlaði að reyna að skrifa eins og ég gæti. Heilt yfir er ég nokkuð sáttur við sjálfan mig. Ég náði að skrifa töluver við hverja spurningu, þ.a. ég trúi ekki öðru en að ég nái.

Núna get ég allavegana slappað af vegna þess að ég er loks kominn í jólafrí. Um helgina ætla ég að taka því rólega, kíkja aðeins niður í bæ og skoða jólastemminguna. Síðan þarf ég að skipulegja ferðatöskuna. Á mánudagsmorgun flýg ég síðan frá Torino til París og þaðan til Íslands. Að hugsa sér, eftir aðeins 3 daga verð ég á leiðinni heim (tæknilega held ég að ég verði á flugvellinum í París að bíða eftir seinna fluginu).

Langaði bara aðeins að segja frá prófinu. Bið kærlega að heilsa öllum. Kær kveðja, Bjarki.


Niðurtalningin heldur áfram

Þetta styttist óðum, ég verð kominn heim eftir 5 daga. Annars sit ég núna úti í skóla og er að lesa fyrir prófið og skoða dáldið netið þar á milli. Ég og grísku strákarnir tveir voru með smá kynningu í gær. Hún gékk bara nokkuð vel, held að þetta hafi tekið c.a. korter. Prófið er síðan á föstudags morgun, um að gera að lesa vel fyrir þetta, síðan er þetta bara búið. Hér hefur verið smá rigning síðustu daga, var reyndar aðeins betra í dag. Er búinn að frétta að það sé komin jólasnjór heima, verður gaman að koma heim í hann.

Eftir prófið á föstudaginn ætla ég bara að slappa af og taka því rólega. Ætla að reyna að hugsa ekki um námið (allavegana sem minnst) og njóta þess að vea í fríi. Ég held ég sé búinn að finna til flest allt sem ég ætla að taka með heim, þarf samt að fara dáldið yfir þetta um helgina. Er meira að segja búinn að kaupa súkkulaði sem er 100%, geri aðrir betur. Síðan ætla ég að kaupa smá parmesan, þ.a. við ættum að geta fengið okkur ekta ítalskt pasta um jólin. Á sunnudaginn þarf ég síðan að pnta leigubíl fyrir utan húsið kl. 2 um nóttina, betra að hafa varann á, vill frekar bíða aðeins lengur á flugvellinum.

Ég er búinn að frétta að ég fæ hjálp frá Svenna og Sigurjón við að skreyta jólatréð. Það er spurning hvort þetta takist betur hjá okkur núna heldur en síðast, ég held nú samt að þetta hafi bara verið nokkuð gott hjá okkur þegar við gerðum þetta síðast.

Ég ætl ekki að hafa þetta meira í bili. Hlakka til að sjá ykkur öll. Ciao, Bjarki.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband