Kominn í jólafrí :)

Þá er síðasta prófið búið fyrir áramót og ég loksins kominn í Jólafrí. Í morgun kl. 09:15 fór ég í síðasta prófið mitt, business organization. Síðust daga hef ég verið að lesa vel fyrir prófið og í gær var ég mest allan daginn í skólanum að læra. Þegar ég kom í stofuna voru flest allir mættir. Þegar við fengum prófið þá brá mér smá. Þetta voru aðeins 3 spurningar. Við höfðum til korter yfir tíu, þ.a. ég ætlaði að reyna að skrifa eins og ég gæti. Heilt yfir er ég nokkuð sáttur við sjálfan mig. Ég náði að skrifa töluver við hverja spurningu, þ.a. ég trúi ekki öðru en að ég nái.

Núna get ég allavegana slappað af vegna þess að ég er loks kominn í jólafrí. Um helgina ætla ég að taka því rólega, kíkja aðeins niður í bæ og skoða jólastemminguna. Síðan þarf ég að skipulegja ferðatöskuna. Á mánudagsmorgun flýg ég síðan frá Torino til París og þaðan til Íslands. Að hugsa sér, eftir aðeins 3 daga verð ég á leiðinni heim (tæknilega held ég að ég verði á flugvellinum í París að bíða eftir seinna fluginu).

Langaði bara aðeins að segja frá prófinu. Bið kærlega að heilsa öllum. Kær kveðja, Bjarki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband