Lesa og aftur lesa

Ég á eftir að hafa nóg að gera næstu viku, við að lesa fyrir próf. Ég er nefnilega að fara í próf 2.des í Public law, þ.a. ég hef dágóðan tíma til að lesa fyrir það. Það sem ég þaf að lesa eru sex greinar, glærur um EU, glósurnar sem ég skrifaði í tímum og síðan má ekki gleyma ítölsku stjórnarskránni.

Annars átti ég afmæli í gær. Mamma og pabbi hringdu í mig um morguninn til að óska mér til hamingju. Síðan hringdi líka Sarah (ítölsk stelpa sem var á nemendagörðunum í Skipholti síðust önn). Amma og afi hringdu síðan í mig um daginn. Eftir að hafa rölt dáldið niðri í bæ, fór ég upp í skóla til að kíkja á netið. Þar sá ég að slatti af fólki hafi skrifað kveðjur á facebook-ið hjá mér. Um kvöldið hringdi síðan Jóhanna frænka til að óska mér til hamingju. Kvöldið var annars rólegt hjá mér. Ég las dáldið fyrir prófið. Síðan ætlaði ég mér að vakna snemma til að fara í skólan morguninn eftir og læra, sem ég gerði (fór hingað rúmlega tíu).

Ætla ekki að hafa þetta meira í bili. Takk kærlega fyrir allar kveðjurnar sem ég fékk. Gaman að vita að það sé svona mikið af fólki sem að hugsa til mans. Ciao


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband