Kominn aftur til Torino

Núna er nýtt ár hafið og ég kominn aftur til Torino. Ferðalagið byrjaði síðasta fimmtudag, en þá fórum mamma og pabbi með mér út á flugvöll, en ég átti flug til London um morguninn. Það var dáldið skrítið að þurfa að kveðja þau aftur en þau ætluðu nú að reyna að heimsækja mig í febrúar. Flugið sjálft gékk bara vel og var ég lentur á tilsettum tíma á Stansted. Þegar ég var búinn að finna töskuna, fékk ég mér smá að borða. Síðan keypti ég miða í strætó, sem átti að flytja mig á Golders Green, en það var lestarstöð sem er ekki langt frá Jóhönnu. Rútuferðin var reyndar aðeins lengir en ég bjóst við, það var allveg svakaleg umferð á veginum. Að lokum komst ég þó á áfangastað. Þegar ég kom, byrjaði ég á því að finna mér svartan leigubíl og sýndi honum heimilisfangið. þegar ég kom að húsinu, fór ég til nágrannans til að ná í lykil. Ég þurfti nú ekki að bíða lengi eftir Jóhönnu. Við byrjuðum reyndar á því að fara út í búð, Mike átti nefnilega afmæli og hún ætlaði að kaupa smá gjöf.

Því næst náðum við í Krakkan í skólann. Þegar við komum heim aftur var farið að undirbúa smá fyrir afmælið. Krakkarnir voru búin að ákveða að hafa ljósin slökt þegar Mike kæmi heim til að koma honum á óvart. Hugmyndid gékk vel og held ég að hann hafi verið dáldið ánægður með þetta . Seinna um kvöldið, þegar við vorum búin að borða og krakkarnir farnir í rúmið, fórum ég og Mike í smá golfleik í Wii tölvunni.

Daginn eftir ákvað ég að sofa út. Þegar ég var loksins kominn á fætur, skrapp ég aðeins niður í bæ og gékk dáldið um. Það var nú dáldið kalt úti, en samt var gott að geta bara slapað af. Þegar ég var kominn aftur heim, fór ég með Jóhönnu, Mike og krökkunum út að borða. Það var bara nokkuð gaman. Um kvöldið las ég síðan smá sögu fyrir krakkana, áður en ég kvaddi þau. Jóhanna ætlaði nefnilega að keyra mig út á flugvöll, og ætluðum við að leggja af stað um sjö leytið.

Morgunin eftir fórum við síðan út á flugvöll. Flugið sjálft til Torino gékk bara vel. Þegar ég kom sá ég að það var dáldill snjór úti. Þegar ég var kominn með töskuna mína, tók ég leigubíl að íbúðinni.

Eftir að ég kom aftur hef ég bara tekið því rólega, gengið dáldið um bæinn og slappað af. Í morgun byrjaði reyndar skólinn hjá mér aftur.

Kær kveðja frá Torino, Bjarki


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband