Niðurtalningin heldur áfram

Þetta styttist óðum, ég verð kominn heim eftir 5 daga. Annars sit ég núna úti í skóla og er að lesa fyrir prófið og skoða dáldið netið þar á milli. Ég og grísku strákarnir tveir voru með smá kynningu í gær. Hún gékk bara nokkuð vel, held að þetta hafi tekið c.a. korter. Prófið er síðan á föstudags morgun, um að gera að lesa vel fyrir þetta, síðan er þetta bara búið. Hér hefur verið smá rigning síðustu daga, var reyndar aðeins betra í dag. Er búinn að frétta að það sé komin jólasnjór heima, verður gaman að koma heim í hann.

Eftir prófið á föstudaginn ætla ég bara að slappa af og taka því rólega. Ætla að reyna að hugsa ekki um námið (allavegana sem minnst) og njóta þess að vea í fríi. Ég held ég sé búinn að finna til flest allt sem ég ætla að taka með heim, þarf samt að fara dáldið yfir þetta um helgina. Er meira að segja búinn að kaupa súkkulaði sem er 100%, geri aðrir betur. Síðan ætla ég að kaupa smá parmesan, þ.a. við ættum að geta fengið okkur ekta ítalskt pasta um jólin. Á sunnudaginn þarf ég síðan að pnta leigubíl fyrir utan húsið kl. 2 um nóttina, betra að hafa varann á, vill frekar bíða aðeins lengur á flugvellinum.

Ég er búinn að frétta að ég fæ hjálp frá Svenna og Sigurjón við að skreyta jólatréð. Það er spurning hvort þetta takist betur hjá okkur núna heldur en síðast, ég held nú samt að þetta hafi bara verið nokkuð gott hjá okkur þegar við gerðum þetta síðast.

Ég ætl ekki að hafa þetta meira í bili. Hlakka til að sjá ykkur öll. Ciao, Bjarki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband