Styttist í jólin

Það styttist óðum í jólin og einnig í að ég komi heim. Í dag eru 18 dagar þangað til að ég kem. Ég held bara að ég komist í meira og meira jólaskap með hverjum deginum sem líður og einnig eykst alltaf spenningurinn yfir að fara heim. Ég ætla að reyna að nýta jólin eins vel og ég get, það þýðir að ég ætla ekki að sofa fram að hádegi (eins og ég gerði stundum þegar ég var heima) heldur ætla ég að taka daginn snemma og njóta hans í botn með fjölskyldum og vinum.

Þessa dagana er ég í smá pásu frá skólanum. Ég var nefnilega að taka upp prófið í Public law á þriðjudaginn, sem ég náði (ekkert smá ánægður með sjálfan mig). Síðasti áfanginn minn fyrir jól byrjar síðan 11.des (fimmtudaginn í næstu viku). Það er bara vest að ég er kominn með pínku kvef, vona bara að það fari fljótlega. Annars fór ég í gær og keypti 10 jólakort. Einnig fór ég á eina ferðaskrifstofu og fékk tvo merkimiða fyrir töskurnar. Í dag rölti ég síðan aðeins um, fann þar á meðal 99 centa búð. Um helgina ætla ég að kaupa jólagjafirnar, er búinn að ákveða hvað ég ætla að kaupa þ.a. það ætti ekki að taka langan tíma. Síðan ætla ég að klára að skrifa á jólakortin. Einnig ætla ég að spá í hvaða dót ég ætla að taka með mér heim um jólin og byrja aðeins að skipulegja töskuna.

Þegar að síðasti áfanginn byrjar 11.des, þá er bara 1 1/2 vika í að ég kem heim. Ég viðurkenni allveg að ég er orðinn svaka mikið spentur að sjá fjölskylduna aftur, nú er komin 11 1/2 vika síðan ég fór. Verður gaman að knúsa múttu á flugvellinum.

Ætla ekki að hafa þetta meira í bili. Kveðja frá Torino. Bjarki


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband