Enn ein helgi liðin og 3 vikur eftir

Það var nú ekkert sérstaklega mikið sem ég gerði þessa helgina, en ég ætla samt að skrifa nokkrar línur.

Á laugardaginn fór ég út í skóla til að skoða aðeins netið og læra, um að gera að vera duglegur við það. Síðan um daginn rölti ég aðeins niður í bæ til að taka mér smá pásu frá lærdómnum. Seinna um kvöldið, þegar ég var í herberginu mínu að læra, sá ég að það var farið aftur að snjóa. Á sunnudaginn fór ég síðan á fætur dáldið fyrir hádegi til að læra. Þegar ég kíkti aðeins út um gluggan, sá ég að það var fullt af fólki að hlaupa á götunni, það virtist vera eithvað maraþon í gangi, eða eithvað þannig. Eftir hádegi fór ég síðan á enska pubbinn og tók smá maraþon sjálfur (fótbolta). Það var nefnilega Manchester City -  Manchester United kl. 14:30. Ég horfði á leikinn ásamt hinum íslendingunum. Sem betur fer vann United. Eftir leikinn kom smá pása og síðan kl. 17:00 byrjaði Chelsea - Arsenal. Það var reyndar hörkuleikur, þar sem Chelsea komst yfir en Arsenal náði að skora 2 mörk og vinna leikinn. Eftir þetta fór ég síðan heim að læra aðeins meira.

Að lokum langar mér að segja ykur aðeins frá íbúðinni minni. Húsið sem ég er í er dáldið gamalt, þ.a. við erum með gashitara til að geta fengið heitt vatn. Stundum hefur reyndar komið fyrir að login fer og tekur þá stundum smá tíma að koma þessu aftur í lag.PB300007

Í dag eru aðeins 3 vikur þangað til að ég kem heim, tíminn fljótur að líða. Ciao


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ooo kannast við svona gashitara vesen, samt mun skárra en kolaofn

hafðu það gott

Lári 

Lára (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband