styttist í heimferð og nóg að gera

Það er ótrulegt hvað tíminn flýgur áfram þegar maður hefur nóg að gera, bara allt í einu kominn fimmtudagur og vikan bráðum að klárast. Eftir 3 vikur og 4 daga verð ég á leiðinni heim til Íslands.

Eins og ég sagði þá hef ég nóg að gera þangað til að ég kem heim, sem er fínt. Næsta þriðjudag klukkan 18:00 tek ég upptökupróf í Public law, síðust daga hef ég verið upp í skóla að lesa fyrir það, hef sjaldan lesið jafn mikið fyrir eitt próf. Eftir prófið kemur smá pása þangað til að síðasti áfanginn byrjar 11.des. Þarna á milli hef ég samt nóg að gera. Ég þarf að klára að kaupa jólagjafir, kaupa jólakort og skrifa á þau, finna merkimiða fyrir töskurnar og merkja þær og byrja að skipulegja hvernig hvað ég ætla að taka með og hvernig ég ætla að raða í stóru töskuna.

Annars er ég nokkurn veginn búinn að ákveða hvað ég ætla að kaupa handa fólkinu, held ég þurfi ekki að fara á marga staði til að kaupa allt. Síðasti áfanginn, sem heitir Business organization, er allveg út síðust vikuna mína (þ.e.a.s. fyri hlutinn, seinni hlutinn er í janúar). Ég er ekki allveg 100% viss hvenar ég tek prófið, það kemur bara í ljós. Annars er ég farinn að telja niður vikurnar í huganum þangað til að ég kem heim. Verður gaman að knúsa múttu á flugvellinum, vona bara að hún bresti ekki í grát :D

Ætla ekki að hafa þetta meira í bili. Kær kveðja frá Torino, Bjarki ítalski


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband