3.11.2008 | 17:43
Helgin: lærdómur og leikur
Ég ætlað segja smá frá því hvernig helgin var.
Á laugardagsmorguninn kom eigandinn til að rukka leiguna. Eftir að hafa borgað, þá tók ég smá skurk í því að lesa fyrir Marketing. Síðan fékk ég mér smá göngutúr sem endaði með því að ég fór á enska pubbinn til að horfa á smá fótbolta. Þar horfði ég aðeins á Stoke-Arsenal. Þegar c.a. hálftími var eftir af leiknum ákvað ég að fara heim, til að gera mig tilbúinn fyrir stórleik kvöldsins, Juventus-Roma. Það hefur sína kosti að eiga heima rétt hjá vellinum. Fyrir utan völlinn keypti ég trefil og eitt stykki derhúfu, maður þarf nú að dressa sig upp fyrir leikinn. Stemmingin á vellinum var nokuð góð, mikið sungið. Ekki skemmdu úrslitin fyrir, Juventus vann 2-0. Fyrsta markið var einkar glæsilegt, del Piero beint úr aukapyrnu. Herna koma smá dæmi hvernig stemmingin var:
Á sunnudaginn las ég smá í viðbót. Síðan skrapp ég aðeins niður í bæ. Í þetta skiptið var reyndar smá rigning. Þetta sýnir bara að það er ekki alltaf sól og blíða á Ítalíu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.