Þau koma í kvöld

Þá er dagurinn loksins runnin upp, mamma og pabbi koma í kvöld. Ég get ekki lýst því hvað ég er spentur, búinn að bíða eftir þessum degi allt of lengi. Núna sef ég ekki oftar í íbúðinni, heldur verð á hóteli með mömmu og pabba þangað til að við förum öll heim til Íslands. Það verður mjög gott að fá þau og það á öruglega eftir að vera gaman hjá okkur. Ég ætla að vera duglegur að sína þeim staðinn.

Annars er ég bara í skólanum núna að dunda mér aðeins. Seinna í dag ætla ég síðan niður í bæ, rölta aðeins um og fá mér svo smá að borða á enska staðnum. Um 9 leytið ætla ég svo að taka leigubíl á flugvöllin til að taka á móti fólkinu.

Síðan styttist í að ég komi alfarið heim á klakann, aðeins 2 vikur.

Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili. Kær kveðja heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þau eru heppin að eiga svona góðan son. Ég er viss um að þau fá flotta fararstjórn um þessa fallegu borg. Gangi þér vel í skólarestinni.

Kveðja til ykkar allra

Jónína (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband