30.1.2009 | 12:48
Síðasta prófið búið
Þá er náminu hérna loksins lokið. Ég var í síðasta prófinu í morgun, það var úr seinni hlutanum af Business organization. Prófið byrjaði klukkan 09:30 og var 4 spurningar. Ég verð nú að viðurkenna að ég held að mér hafi gengið betur í fyrri hlutanum, en ég verð bara að bið að sjá hvað gerist. Núna er ég bara í skólanum að dunda mér á netinu, þarf ekki að hugsa meira um námið hérna. Næst þarf ég að láta kennarann í þessum áfanga, og áfanganum á undan, skrifa í "libretto", litlu rauðu bókina mína. Eftir það þarf ég að fara með bókina á skrifstofuna í deildinni minni til að taka afrit. Að lokum fer ég síðan á skrifstofuna niðri í bæ, þar sem ég næ í pappírana sem sína að ég hef lokið erasmus tímanum mínum.
Annars styttist óðum í að mamma og pabbi koma. Þau lenda nefnilega á fimmtudaginn í næstu viku. Síðan ætlum við að vera öll 3 saman á hótelinu. Verður næs að vera síðustu 2 vikurnar hérna á hóteli.
Ætla ekki að hafa þetta meira í bili. Kær kveðja, Bjarki.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.