12.12.2008 | 14:38
Nýr afangi og 10 dagar eftir.
Í gær byrjaði ég í nýjum áfanga sem heitir Business organization. Ég þurfti að vakna snemma, vegna þess að tíminn átti að byrja kl. 08:00. Kennarin byrjaði á því að segja okkur aðeins frá skipulaginu. Við ætlum framvegis að byrja kl. 08:30. Prófið úr fyrri hlutanum er föstudaginn næsta, 19.des. Seinni hlutinn er síðan frá 26. til 30. janúar. Síðan sagði kennarinn að við ættum að skipta okkur í hópa og vera með smá kynningar á mánudag og þriðjudag. Ég og tveir grískir strákar ákvaðum að vera saman. Við völdum efni sem við eigum að kynna á þriðjudaginn. Þetta eiga bara að vera nokkrar glærur, þ.a. þetta þarf ekki að vera neitt svakalegt.
Þegar tíminn í dag var búinn, fórum við (ég, grísku strákarnir, einn strákur og ein stelpa frá Ítalíu) á ljósritunar stofu sem er á móti skólanum til að fá ljósrit af fyrstu tvemur köflunum úr kennslubókinni. Síðan fór ég og keypti smá í matinn. Á stoppistöðunum fyrir sporvagna og strætó, var miði þar sem stóð að þeir myndu aðeins ganga í ákveðinn tíma í dag, nokkra tíma fyrir hádegi og nokkra eftir hádegi (veit ekki alveg ástæðuna). Ég ákvað því bara að fara út í skóla og vera þar á netinu (þar sem ég er núna).
Í dag eru 10 dagar þangað til að ég fer heim, eftir 10 daga verð ég líklega í loftinu á leiðinni frá París til Keflavík. Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða, verð komin heim áður en ég veit af. Það verður nú gott að geta slappað af heima eftir skólan. Þegar ég kem heim, ætla ég að knúsa allt fólkið, fara í klippingu daginn eftir og skella mér í heita pottinn í Selfosslaug.
Ætla eki að hafa þetta meira í bili. Kær kveðja frá Torino og sjáumst eftir 10 daga
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.