Aðeins 13 dagar í heimferð

Núna eru aðeins 13 dagar þangað til að ég fer heim. Skrítið hvað tíminn er búinn að líða hratt. Annars fór ég á laugardaginn og keypti jólagjafir, ég held að ég sé nokkurn veginn búinn að ljúka því af. Síðan er ég líka búinn að vera að dunda mér við að skrifa jólakort. Síðan er ég bara búinn að vera slakur síðustu daga, rölta um niðri í bæ og njóta þess að þurfa ekki að hafa áhygjur af skólanum. Það var reyndar einhver frídagur hérna í gær, þ.a. skólinn var lokaður og þar af leiðandi komst ég ekki á netið. Ég hef semsagt ekki komist á netið síðustu tvo dagan, sem er alveg svakalegt :)

Ég ætlaði nú ekki að skrifa mikið í þetta skipti, bara nokkrar línur. Hlakka til að sjá ykkur öll um jólin. Kær kveðja frá Torino, Bjarki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband