28.11.2008 | 12:13
Að lokum kom snjórinn minn :D
Mér brá nú heldur betur þegar ég fór á fætur í morgun. Þegar ég var kominn upp úr rúminu kíkti ég aðeins út um gluggann. Þá varð ég dáldið hissa, það var nefnilega farið að snjóa. Ég sem bjóst ekki við því að sjá snjó hérna fyrir jól, en hann kom þó. Síðan er bara spurning hvað hann verður lengi. Hérna getið þið séð hvað ég sá þegar ég leit út um gluggann.Annars fór ég í morgun niður í bæ og náði í statini, sem ég þarf að hafa til að fá áfangana skráða. Kærar kveðjur frá Torino. Ciao
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.