17.11.2008 | 12:14
Líðandi helgi og áframhaldandi lærdómur
Á laugardaginn, eftir að ég hafði loksins komið mér á fætur, rendi ég aðeins yfir glósurnar mínar fyrir prófið næstlkomandi fimmtudag. Um 3 leytið fór ég á Porta Susa og hitti Selin (stelpa frá tyrklandi sem ég var búinn að vera í smá sambandi við áður en ég fór út). Við röltum aðeins niður í bæ og ákvaðu síðan að kíkja á Egypska safnið. Það var dáldið flott, sáum múmíur og alles. Eftir þetta röltum við á Piazza Castello. Þar var maður að leika listir sínar, þ.a. við horfðum á það í dágóðan tíma. Eftir þetta kvöddumst við og ég fór heim.
Sunnudagurinn var ósköp rólegur hjá mér. Ég byrjaði á því að læra aðeins áður en ég rölti niður í bæ. Um miðjan daginn fékk ég góða hugmynd. Ég fór heim, náði í eina bók sem ég hafði keypt mér, fór í Valentino garðinn (svakalega falegur garður), fékk mér smá ís, settist niður og las dáldið í bókinni. Um að gera að njóta verðursins aðeins. Þegar ég var búinn að lesa dáldið fór ég heim.
Núna er ný vika byrjuð og aðeins 5 vikur eftir, búin að vera hér í 9 vikur.
Kveðja frá Torion, Bjarki
P.s
Mér datt í hug einn 5-aura brandari um helgina. Ég hef tekið eftir því að það er dáldið af klárum bílum hérna í Torino (klár=smart)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.