14.11.2008 | 12:05
Marketing búið, prófalestur heldur áfram
Í gær var loks komið að prófinu í Marketing. Dagurinn byrjaði reyndar þannig að ég fór í Financial markets and institutions kl 09:30. Eftir hádegi fór ég up á 3. hæ í skólanum og fór að læra fyrir prófið (einnig kíkti ég smá á netið inn á milli). Prófið var kl. 18:00 þ.a. ég hafði nógan tíma. Þegar ég kom síðan í stofuna var mér smá brugðið. Stofan tekur á bilinu 80-100 nemendur í sæti og stofan var þéttsetin. Ég myndi nú halda að það hefði verið betra að skipta beknum í 2 hópa, þ.a. alir myndu ekki sitja hlið við hlið.
Síðan kom einhver kona inn sem átti greinilega að fylgjast með okkur, en ekki kennarin sjálfur. Hún byrjaði á því að láta okkur fá blað til að skrifa svörin á. Síðan tengdi hún tölvuna sína við skjávarpann. Hún sagði okkur að fyrirkomulagið myndi verða þannig að hún myndi varpa einni spurningu í einu upp á töfluna. Við fengum 15 mín. til að svara fyrstu spurningunni og svipaðan tíma fyrir hinar 4. Þetta er ekki beint fyrirkomulagið sem ég er vanur, en það verður bara að hafa það. Ég er allavegana fegin að prófið er búið.
Næsta próf hjá mér er næsta fimmtudag, sem er í Financial markets and institutions. Kennarinn er búinn að segja að próftíminn verður 1 klst. , þ.a. það verður athyglisvert að sjá hvað þetta verða spurningar.
En þegar það próf er búið, þá get ég ekki slappað af strax. Ég þarf nefnilega að taka up prófið í Public law 2. des, þ.a. ég ætla að vera harður við mig og lesa vel fyrir það. Eftir það próf, þá verða tæpar 3 vikur í að ég kem heim, þ.a. tíminn styttist óðum.
Jæja, þetta er orðið nóg í bili. Kveðja frá Torino, Bjarki
Athugasemdir
sæll bjarki, gangi þér vel í restinni. við erum dugleg að lesa síðuna hjá þér, hlökkum til að sjá þig um jólin, veit að naomi á eftir að verða ánægð að sjá þig, kærar kveðjur af kreppuskeri.
Lárus Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 12:44
Hæ, þú stendur þig rosa vel
. Gaman að lesa bloggið þitt. Ég fór á mótmælafund á Austurvöll í dag en kastaði ekki eggjum í Alþingishúsið, mamma þín bannaði mér að gera það
Gangi þér vel,
bæjó
Jónín (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.