Á fullu í lærdómi

Maður fær naumast litla hvíld í þessum skóla. Ég var í lokaprófi á þriðjudaginn í Public Law og síðan á miðvikudaginn byrjaði ég í næsta áfanga, Marketing. Á planinu stóð að það væri tími á miðvikudag og síðan ekki fyrr en á mánudag, þ.a. ég hélt að maður myndi fá smá pásu þar á milli. Alldeilis ekki. Kennarinn sagði að það væru 19 kaflar úr bókinni sem myndi verða fjallað um. Síðan bætti hann við að bekkurinn ætti að skipta sér í 19 hópa, og að hver og einn hópur ætti að kynna einn kafla fyrir beknum. Hópurinn sem ég er í á að kynna strax á mánudaginn, þ.a. núna er maður á fullu að vinna í því. Efnið okkar er "The Marketing Environment". Hljómar spenandi, er það ekki Cool. Góða hliðin á þessu er þó sú, að eftir tímann á mánudeginum þá erum við búin með okkar verkefni.

 En jæja, núna þarf ég að halda áfram að læra. Ciao


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ vinur flott síða hjá þér.  Heimiliskötturinn dálítið vinalegur kanski hitti ég hann eftir áramót.Heyrumst.  Mamma.

Arndís (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband