21.10.2008 | 16:21
Fyrsta prófið
Í dag var komið að fyrsta prófinu mínu hérna úti. Ég var að fara í lokapróf í Public Law (soldið sniðugt, miðað við að heima er ég að læra stærðfræði). Áfanginn er reyndar aðeins búinn að vera kendur í 7 daga, en í 5 tíma á dag, frá 14:00 - 19:00.
Ég er búinn að vera síðustu daga að lesa stíft fyrir prófið, hinar og þessar greinar. Las einnig ítölsku stjórnarskrána 2svar (geri aðrir betur). Prófið sjálft var krossapróf með 20 spurningum. Það kemur síðan í ljós á morgun eða hinn hvort ég hafi náð.
Næsti áfangi byrjar síðan á morgun, Marketing.
Ætla að kveðja að sinni, þarf að drífa mig að keupa smá í matinn.
Kær kveðja frá Torino.
Arrivaderci
Athugasemdir
Vó ég fæ bara gæsahúð að heyra nöfnin á kúrsunum. Gangi þér vel...
Sigrún Sif (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 20:12
Adda bloggar, 22.10.2008 kl. 01:00
Ertu viss um að það sé ekki pubLic law? Af því að pubic þýðir svolítið aaaaallt annað!
Katrín fyrrverandi Höfða-búi (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 12:25
hehe, jú það er víst, takk fyrir að láta mig vita, breyti því í hvelli :D
Bjarki Þór Guðmundsson, 23.10.2008 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.