Síðasta skólavikan

Jæja, þá er síðasta skólavikan hafin. Í dag byrjaði fyrsti tíminn í seini hlutanum af Business organization. Síðan er prófið á föstudaginn.

Í fyrri hluta tímans í dag, þá var einn maður með fyrirlestur. Ég held að hann hafi verið frá e-u símafyrirtæki. Vandinn var hins vegar, að fyrirlesturin var alur á ítölsku, þ.a. ég skildi ekkert. Í seinni hlutanum var kennarinn okkar (annar af tvemur) reyndar með fyrirlestur á ensku.

Næstu 3 daga verður norskur gestakennari (held ég). Hann ætti þá líklega að tala á ensku Wink. Síðan verða e-r nemendur með fyrilestra upp vissum köflum frá kenslu bókinni. Sem betur fer þarf ég ekki að flytja, vegna þess að ég var með kynningu í fyrri hlutanum, fyrir áramót. Á morgun er síðan heimsóknin í FIAT, það ætti nú að verða spennandi.

Annars var þetta nú ósköp róleg helgi hjá mér. Fékk mér nokkra göngutúra og skoðaði mig um. Á laugardeginum fór ég reyndar í eina tópaksbúð og keypti pókerpeninga. Það skemtilega er að þeir voru merktir með evrum. Í heildina voru þetta 400 stk, 10 gerðir. Núna getur ég farið að spila alvöru póker þegar ég kem heim.

P1240008P1240006

Síðan styttist óðum í að mamma og pabbi koma, þau koma nefnilega 5.feb. Ég fór á sunnudaginn á hótelið og breytti bókuninni úr tvegja manna herbergi í þriggja manna herbergi. Þannig get ég verið hjá þeim á meðan eru hérna.

Ætla ekki að hafa þetta meira í bili. Kær kveðja, Bjarki


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband